Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps vegna breytinga á landnotkun fyrir Óbyggðasetrið, Víðivelli fremri, Valþjófstaðamela og Hamborg.
11. desember 2024
Skipulagsstofnun staðfesti 11. desember 2024 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. júní 2024.
Í breytingunni felst að landnotkun er breytt á fjórum stöðum í sveitarfélaginu; íbúðarbyggð ÍB3 fyrir 60 íbúðir í landi Hamborgar, tvö ný iðnaðarsvæði eru skilgreind, I14 að Valþjófsstaðamelum á 4 ha fyrir 12 lóðir, þ.m.t. móttöku og flokkun sorps og I13 að Víðivöllum ytri 2 á 2 ha vegna úrvinnslu skógarafurða. Loks er skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu VÞ5 að Egilsstöðum vegna núverandi ferðaþjónustustarfsemi á 1 ha fyrir 36 gistirúm.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.