Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna sjólagnar á Hauganesi
21. janúar 2026

Skipulagsstofnun staðfesti, 21. janúar 2026, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. nóvember 2025.
Í breytingunni felst að gerð er grein fyrir lagnaleið nýrrar sjólagnar á Hauganesi frá dælubrunnum í fjöruborði innan hafnarsvæðisins og rúmlega 900 metra út í sjó til norðausturs frá höfninni.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
