Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar v. Karlsrauðatorgs 11, gistiheimili
21. júlí 2025
.
Skipulagsstofnun staðfesti 18. júlí 2025, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. febrúar 2025.
Í breytingunni felst að miðbæjarsvæði 306-M á Dalvík er stækkað um 0,1 ha. Íbúðarsvæði 303-ÍB minnkar sem því nemur og verður heimilað að reka gistiheimili á lóðinni.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
