Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna stækkunar iðnaðarsvæðis I24 í Reykholti

5. janúar 2026

Skipulagsstofnun staðfesti, 5. janúar 2026, breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. nóvember 2025.

Í breytingunni felst að iðnaðarsvæði I24 er stækkað um 0,2 ha yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu, þar sem heimilt verður að bora fleiri holur og nýting jarðhita er heimiluð. Stærð svæðisins verður 1,2 ha og verður afmarkað sem fláki í stað punkts. Samhliða minnka ÍB1 og OP5 en stærð OP5 er leiðrétt. Á I24 verður áfram hreinsivirki fyrir fráveitu og heimilt verður að byggja mannvirki sem þarf til að tryggja fullnægjandi fráveitu og nýtingu jarðhita.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram