Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps vegna efnistökusvæðis við Vatnsfellsvirkjun
30. júní 2025

Skipulagsstofnun staðfesti 30. júní 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032 sem samþykkt var í hreppsnefnd Ásahrepps 21. maí 2025.
Skilgreining á nýju efnistökusvæði E59 innan eldra námusvæðis á iðnaðarsvæði I7. Efnismagn er allt að 1.500 m3 og flatarmál námusvæðis 0,5 ha.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.