Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna ýmissa breytinga á landnotkun í þéttbýlinu
27. nóvember 2025

Skipulagsstofnun staðfesti 26. nóvember 2025, breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. október 2025.
Í breytingunni felast ýmsar breytingar á landnotkun og skipulagsákvæðum aðalskipulags sem taka til m.a. íbúðarsvæða, atvinnusvæða, stofnanasvæða, miðsvæða og innviða á Akureyri.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda
