Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna ÍB18 í Holtahverfi
27. nóvember 2025

Skipulagsstofnun staðfesti, 27. nóvember 2025, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. október 2025.
Í breytingunni felst að á vesturhluta íbúðarsvæðis ÍB18 verði heimilt að fjölga hjúkrunarrýmum úr 100 í 140 til 160. Á reitnum verða áfram 400 íbúðir í blandaðri byggð í einbýlis-, rað- eða fjölbýlishúsum. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsuppdrætti eða stærð reitsins, sem er 7,8 ha.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
