Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna breyttrar legu héraðsreiðleiðar
13. maí 2025

Skipulagsstofnun staðfesti 13. maí 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. nóvember 2024.
Í breytingunni felst að legu héraðsreiðleiðar RH7 er breytt beggja vegna Miðbrautar og hún tengd stofnleiðum RS8 til norðurs.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
