Staðfesting á breytingu aðalskipulags Rangárþings ytra vegna Galtalækjarskógar og Merkihvols
9. janúar 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 9. janúar 2025 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. desember 2024.
Í breytingunni felst nokkrar breytingar á landnotkun innan um 83 ha svæðis í landi Galtalækjarskógar og Merkihvols. Fellt er út afþreyingar- og ferðamannasvæðið AF5. Gert er ráð fyrir nýrri frístundabyggð F82 auk þess sem frístundabyggð F43 stækkar úr 10 ha í 12,1 ha og færist til norðurs. Frístundabyggð F44 helst óbreytt. Núverandi þjónustusvæði VÞ7 minnkar úr 17 ha í 14,3 ha en þar er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu. Skilgreint er nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði SL30.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.