Skráning er hafin - Skipulagsdagurinn 2025
26. september 2025
Opnað hefur verið fyrir skráningu og helstu dagskrárliðir birtir

Skipulagsdagurinn 2025 fer fram þann 23. Október, kl 9-16 í Háteig á Grandhótel og í beinu streymi.
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Venju samkvæmt beinum við sjónum að því sem efst er á baugi í skipulagsmálum
Dagskrá dagins skiptist niður í fjóra hluta. Fyrir hádegi er sjónum beint að gæðum í hinu byggða umhverfi og jafnframt verður þörf fyrir húsnæðisuppbyggingu skoðuð. Eftir hádegi verður fjallað um möguleika við notkun gervigreindar við gerð skipulags. Í lokin verður fjallað um loftslagsvæna landnýtingu.
Að vanda verður fjölbreyttur hópur frummælenda og sérfræðinga í pallborðsumræðum en nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Fagfólk, kjörnir fulltrúar og allt áhugafólk um skipulag er hvatt til að taka daginn frá. Þátttökugjald er 10.000 krónur en innifalin er morgunhressing, hádegisverður og síðdegishressing. Þátttökugjald fyrir nema er 5.000 krónur.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
