Þessi frétt er meira en árs gömul
Skipulagsdagurinn verður 19. október
5. september 2023
Skipulagsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, verður þann 19. október næstkomandi. Að þessu sinni verður Skipulagsdagurinn í Grósku – hugmyndahúsi við Bjargargötu 1 í Reykjavík og stendur hann yfir frá 9 að morgni til 16 síðdegis. Við hvetjum fagfólk sem og aðra áhugasama aðila um skipulags-og umhverfismál til að taka daginn frá – en nánari dagskrá verður auglýst innan tíðar.
