Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mannlíf, byggð og bæjarrými á Hönnunarmars

6. maí 2024

Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli, Mannlíf, byggð og bæjarrými lifnuðu við í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi á Hönnunarmars í ár. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að spreyta sig á borgarskipulagi, máta sig við göturými og kynna sér og ræða leiðbeiningarnar. Fjöldi fólks kom við og ungir sem aldnir lögðu sitt af mörkum við uppbyggingu byggðar og hönnun bæjarrýma og röbbuðu um skipulag, samgöngur og hið byggða umhverfi.

Ritið Mannlíf, byggð og bæjarrými sem gefið var út í lok síðasta árs af Skipulagsstofnun og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) má finna hér.

Skipulagsstofnun og SSH þakka góðar viðtökur.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram