Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Skipulagsmál færast frá innviðaráðherra til félags- og húsnæðismálaráðherra

17. mars 2025

Með nýrri ríkisstjórn færist Skipulagsstofnun og ábyrgð á skipulagsmálum frá innviðaráðherra til félags- og húsnæðismálaráðherra.

skipurit

Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarráðsins sem birtur var 15. mars sl. færist Skipulagsstofnun, skipulagslög og lög um skipulag haf- og strandsvæða, undir nýtt embætti félags- og húsnæðismálaráðherra, en heyrðu áður undir innviðaráðherra. Umhverfismat framkvæmda og áætlana mun áfram heyra undir umhverfisráðuneyti, en Skipulagsstofnun annast framfylgd laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana eins og verið hefur.

Skipulagsstofnun hefur verið síðustu fjögur ár undir innviðaráðuneytinu en stofnunin og forveri hennar, embætti skipulagsstjóra ríkisins, og sú löggjöf sem stofnunin fer með, heyrði áður undir umhverfisráðuneytið nær frá stofnun þess árið 1990. Fyrir það heyrði stofnunin undir félagsmálaráðuneyti, sem á þeim tíma fór einnig með málefni sveitarfélaga, byggðamál og húsnæðismál.

Skipulagsstofnun þakkar fyrir gott samstarf með ráðherrum, starfsfólki og stofnunum innviðaráðuneytisins síðastliðin ár og væntir áfram góðs samstarfs.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram