Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Nýir gátlistar til að styrkja yfirferð skipulagsmála

26. nóvember 2025

Komnir eru út gátlistar sem ætlaðir eru til að styðja sveitarfélög og ráðgjafa við yfirferð skipulagstillagna áður en þær eru teknar fyrir

Skipulagsstofnun hefur þróað gátlista sem ætlaðir eru til að styðja sveitarfélög og ráðgjafa við yfirferð skipulagstillagna áður en þær eru teknar fyrir í nefndum og lagðar fram í Skipulagsgátt.

Sveitarfélög bera ábyrgð á gerð og yfirferð skipulagsáætlana og eru því gátlistarnir fyrst og fremst hagnýtt verkfæri sem stuðla að markvissari ferlum, skýrari gögnum og styttri málsmeðferðartíma.

Markmið gátlistanna er að:

  • Styðja sveitarfélög í eigin yfirferð og tryggja að lykilatriði varðandi form og efni skipulagstillagna liggi skýrt fyrir.

  • Auka skilvirkni í ferlinu í heild,

    sveitarfélögum, stofnuninni og almenningi til hagsbóta.

  • Stuðla að samræmi og gæðum í vinnuferlum, bæði hjá sveitarfélögum og ráðgjöfum.

Skipulagsstofnun hvetur sveitarfélög og ráðgjafa til að nýta gátlistana við vinnslu og afgreiðslu skipulagsmála.

Eftirfarandi gátlista má nú finna undir útgefið efni á vef stofnunarinnar:

Útgáfan er hluti af stærra verkefni við endurskoðun á leiðbeiningaefni Skipulagsstofnunar. Hafir þú ábendingar um ofangreint má koma þeim á framfæri á skipulag@skipulag.is

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram