Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Ný Skipulagsvefsjá

21. október 2025

Allt gildandi skipulag, skjöl og stafræn gögn á sama stað

Ný Skipulagsvefsjá hefur verið opnuð. Á Skipulagsvefsjá má nú nálgast á sama stað allt gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulag, uppdrætti og greinargerðir ásamt stafrænum aðal- og deiliskipulagsgögnum. Nýju vefsjána má nálgast á léninu skipulagsvefsjá.is og tekur hún við af þeirri gömlu sem verður lokað í byrjun í desember.   Sem fyrr sýnir Skipulagsvefsjá afmarkanir svæðis-, aðal- og deiliskipulags, þar sem hægt er að nálgast skipulagsskjöl á pdf-formi. Með tilkomu stafræns aðal- og deiliskipulags til viðbótar opnast meðal annars möguleikar á að skoða skipulagsuppdrætti í samhengi við aðliggjandi uppdrætti og aðrar landupplýsingar, til frekari greiningar og úrvinnslu.  Vefsjáin er í sífelldri þróun og þar koma möguleikar til með að aukast með tímanum með bættri virkni og tilkomu ítarlegri gagna. Stafrænt aðalskipulag nær í dag yfir meirihluta landsins en stafrænt deiliskipulag er nýtilkomið og fyrirséð að þar bætist ört við í vefsjána á næstu misserum.

Virkni og notkun Skipulagsvefsjár 

Ný Skipulagsvefsjá býður upp á ýmis tækifæri við skoðun um meðferð gagna.  

  • Flakka má á milli svæðis-, aðal- og deiliskipulagsstigs í valmynd og skoða þannig skipulag í gildi á tilteknu svæði, eftir landfræðilegri staðsetningu.  

  • Hægt er að velja að birta einungis ákveðna landnotkunarflokka, til dæmis athafnasvæði og miðsvæði en sleppa öðrum flokkum.  

  • Með auðveldum hætti má sjá sértæk skipulagsákvæði, stærðir landnotkunarflokka og fleira þar sem slíkar upplýsingar hafa verið skráðar. 

  • Hægt er að skoða breytingasögu viðkomandi aðalskipulags með sjónrænum hætti, hala niður gögnum og fleira.  

  • Hægt er að birta önnur gögn í mismunandi mælikvörðum, t.a.m. friðlýst svæði og svæði á náttúruminjaskrá, vegi í náttúru íslands o.fl. þekjur til að lesa samhliða.  

Hér má nálgast leiðbeiningavef um virkni á nýrri Skipulagsvefsjá þar sem farið er yfir helstu atriði við notkun nýrrar Skipulagsvefsjár ásamt frekari upplýsingum um gögnin og þá fyrirvara sem gilda.   Stöðugt er unnið að bættri virkni Skipulagsvefsjár og uppfærslu og viðhaldi þeirra skipulagsgagna sem þar birtast með það fyrir augum að auðvelda aðgengi að gögnum, lestur þeirra og úrvinnslu.  Skipulagsvefsjáin verður sífellt í þróun og við tökum glöð við ábendingum og athugasemdum á skipulag@skipulag.is   

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram