Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Ný rannsóknarskýrsla: Eftirspurn bílastæða og umferðasköpun á höfuðborgarsvæðinu.

2. janúar 2025

Rannsóknar- og þróunarsjóður

dreamstime m 234928045

Út er komin lokaskýrsla úr rannsóknarverkefninu „Eftirspurn bílastæða og umferðarsköpun á höfuðborgarsvæðinu“ sem styrkt var af rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. Í rannsókninni er leitast við að meta eftirspurn eftir bílastæðum við íbúðarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og við matvöruverslun. Megintilgangur rannsóknarinnar var að auka skilning á samhengi þessarar eftirspurnarinnar og mismunandi landnotkunar. Aðferðafræðin sem notast var við í rannsókninni gerði höfundum einnig kleift að mæla og reikna umferðarsköpun sem einnig er fjallað um í skýrslunni.

Að verkefninu unnu Daði Baldur Ottósson, Guðrún Birta Hafsteinsdóttir og Hanna Sóley Guðmundsdóttir.

Skýrsluna má nálgast á vef stofnunarinnar undir Útgefið efni. Þar eru einnig aðgengilegar skýrslur úr öðrum verkefnum sem sjóðurinn hefur styrkt.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram