Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða

13. júní 2025

Breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða voru samþykktar á Alþingi þann 22. maí sl. og hafa nú tekið gildi með birtingu í A-deild Stjórnartíðinda.

Lög um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.)

Meðal nýmæla er að skv. 2. mgr. 8. gr. laganna er Skipulagsstofnun fengin heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði og gefa út álit um það hvort framkvæmd sé í samræmi við gildandi strandsvæðisskipulag. Þá fær stofnunin heimild til að leita til svæðisráðs áður en álit er veitt. Álit eru ráðgefandi og því ekki bindandi.

Þá er Eyjafirði og Skjálfandaflóa bætt við 7. tölulið í bráðabirgðaákvæði skipulagslaga um heimild til greiðslu kostnaðar úr Skipulagssjóði við gerð strandsvæðisskipulags á þessum svæðum.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram