Samráðsfundur 17. ágúst um drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024
18. júní 2012
Skipulagsstofnun heldur samráðsfund um drög að landsskipulagsstefnu 17. ágúst næstkomandi. Kynnt verða drög að fyrstu landsskipulagsstefnu og þátttakendum gefst færi á að fjalla um og eftir atvikum hafa áhrif á stefnuna.
Skipulagsstofnun heldur samráðsfund um drög að landsskipulagsstefnu 17. ágúst næstkomandi. Fu
ndurinn verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) Nauthólsvegur 5, 101 Reykjavík. Kynnt verða drög að fyrstu landsskipulagsstefnu og þátttakendum gefst færi á að fjalla um og eftir atvikum hafa áhrif á stefnuna.
Dagskráin verður auglýst síðar en lagt er upp með að dagurinn hafi einkenni opins húss þar sem þátttakendur geta valið sér viðfangsefni og aðferð til að fjalla um drögin. Markmiðið er að sem flestir sem málið varðar og þeir sem hafa áhuga á gerð landsskipulagsstefnu hafi tæki færi til að taka þátt og hafa áhrif.