Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála - drög
2. ágúst 2012
Skipulagsstofnun hefur tekið saman yfirlit um stöðu og þróun skipulagsmála sveitarfélaga, í samræmi við reglugerð um landsskipulagsstefnu.
Skipulagsstofnun hefur tekið saman yfirlit um stöðu og þróun skipulagsmála sveitarfélaga, í samræmi við reglugerð um landsskipulagsstefnu. Í yfirlitinu er fjallað um íbúaþróun eftir landshlutum og áætlaða landnotkun eftir flokkum samkv
æmt aðalskipulagi. Þá er fjallað um aðalskipulagsáætlanir sem stjórntæki og hvort og hvernig sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi.
Skipulagsstofnun óskar hér með eftir ábendingum og athugasemdum við þessi drög, með það að markmiði að eiga þess kost að betrumbæta greinargerðina áður en tillaga að landsskipulagsstefnu verður auglýst í haust. Hægt er að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum í netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is fyrir 1.sept. ( 2012).
Allar athugasemdir verða birtar á heimasíðunni og þær nýttar við vinnslu greinargerðarinnar, en þeim sem gera athugasemdir verður ekki svarað sérstaklega.