Dagskrá málstofu um miðhálendi Íslands 29. mars
26. mars 2012
Skipulagsstofnun heldur málstofu um miðhálendi Íslands fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 13.00 til 16.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.
Skipulagsstofnun heldur málstofu um miðhálendi Íslands fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 13.00 til 16.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Málstofan er hluti af vinnu við mótun landsskipulagsstefnu.
Dagskrá:
13.00-13.10 Setning málstofu. Stefán Thors, Skipulagsstofnun.
13.10-13.45 Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Hvert ber að stefna? Anna Dóra Sæþórsdóttir, Háskóla Íslands.
13.45-14.00 Áætlanir ríkisins á landsvísu. Hvað eru þær að segja um miðhálendið? Árni Geirsson, Alta.
14.00-14.15 Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna á miðhálendi Íslands. Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Skipulagsstofnun.
14.15-14.30 Sviðsmyndir fyrir stefnu um miðhálendið. Einar Jónsson, Skipulagsstofnun.
14.30-14.45 Kaffihlé.
14.45-16.00 Umræður um og rýni á sviðsmyndum fyrir stefnu um miðhálendið. Sebastian Peters, VSÓ Ráðgjöf.
Málstofan er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is í síðasta lagi 28. mars.