Vátryggingarvernd
Upplýsingar um tryggingar NTÍ
Allar húseignir á Íslandi eru vátryggðar hjá NTÍ. Ef innbúið þitt eða lausafé er brunatryggt hjá Sjóvá, TM, Verði eða VÍS, er það vátryggt gegn náttúruhamförum hjá NTÍ.
NTÍ bætir beint tjón af völdum:
eldgosa
jarðskjálfta
skriðufalla
snjóflóða
vatnsflóða
Dæmi um atburði sem eru ekki bótaskyldir hjá NTÍ.
Flóð vegna leysingavatns/asahláku og skýfalls.
Óveðurstjón og foktjón.
Snjóþungi, þegar eignir sligast eða brotna undan snjó.
Eigin áhætta er 2% af hverju tjóni, en þó aldrei lægri en 200.000 kr. vegna innbús og lausafjár og 400.000 kr. vegna húseignar.
Húseignir, innbú og lausafé
Veitur, hafnir og brýr
Eignir vátryggðar erlendis
Vátryggingafélögin sjá um innheimtu iðgjalda fyrir NTÍ sem eru 0,025% af vátryggingarfjárhæð, bæði vegna húseigna og innbús eða lausafjár. Hægt er að horfa á upplýsingamyndband sem sýnir hvað er tryggt af NTÍ.