Tjón
Þegar tjón hefur orðið á vátryggðum eignum
Er mikilvægt að:
tilkynna tjón innan eins árs, annars gæti vátryggður glatað rétti sínum til tjónabóta
taka ljósmyndir
bíða með viðgerðir
varðveita skemmda muni
þar til NTÍ hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið.
Ráðstafanir
Eigandi ber ábyrgð á að gera ráðstafanir, sem eru sanngjarnar og réttlætanlegar til að hindra eða takmarka frekara tjón. Mikilvægt er að taka ljósmyndir og hafa samráð við NTÍ ef kostur er.