Uppgjör á altjónshúsum
22. janúar 2024
Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur unnið að uppgjöri á þeim húsum sem orðið hafa fyrir altjóni í náttúruhamförunum í Grindavík. Samkvæmt lögum um tjónabætur NTÍ er kveðið á um að þær skuli nýttar til að gera við eða endurbyggja hús, sem skemmst hafa vegna náttúruhamfara, á sömu lóð. NTÍ mun veita undanþágu frá þessuákvæði í ljósi aðstæðna
Eigendum verður frjálst að nýta tjónabætur til að kaupa eða byggja fasteign þar sem þeir kjósa
Frestun á greiðslu tjónabóta vegna
förgunar og niðurrifs
Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur unnið að uppgjöri á þeim húsum sem orðið hafa fyrir altjóni í náttúruhamförunum í Grindavík.
Samkvæmt lögum um tjónabætur NTÍ er kveðið á um að þær skuli nýttar til að gera við eða endurbyggja hús, sem skemmst hafa vegna náttúruhamfara, á sömu lóð.
NTÍ mun veita undanþágu frá þessuákvæði í ljósi aðstæðna:
Með öðrum orðum verður eigendum altjónshúsa heimilt að nýta tjónabæturnar til að kaupa eða byggja nýjar fasteignir þar sem þeir kjósa.
Frestun vegna kostnaður við förgun og niðurrif
Tjónabætur altjónshúsa eru miðaðar við brunabótamat viðkomandi fasteignar og skulu bæturnar standa straum af endurstofnverði viðkomandi fasteignar, áætluðum kostnaði við endurbyggingu nýrrar fasteignar og niðurrifi og förgun á eldri fasteign.
Þar sem enn ríkir óvissa um hvernig staðið verður að niðurrifi og förgun altjónsfasteigna í Grindavík mun NTÍ greiða strax tjónabætur fyrir utan kostnað við förgun og niðurrif.
Sá kostnaður er reiknaður af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og nemur að jafnaði 8-10% af heildar brunabótamati fasteignar. Ef kostnaður við niðurrif og förgun reynist lægri en áætlaður kostnaður HMS mun tjónþoli njóta þess.
Í því síbreytilega og ótrygga ástandi sem nú ríkir í Grindavík eru aðstæður til að meta tjón á hlutatjónshúsum afar erfiðar. Því er ekki hægt að gefa sér að umfang tjóns sem skoðað hefur verið sé endanlegt. Af þeim ástæðum mun NTÍ aðeins kynna niðurstöður tjónamats á þeim fasteignum sem eru altjónseignir í Grindavík.
NTÍ vinnur með stjórnvöldum að lausnum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem upp er komin vegna þessa.