Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Um 500 tilkynningar vegna tjónamála í Grindavík

3. maí 2024

Ríflega 500 tilkynningar hafa borist NTÍ vegna tjónamála í kjölfar náttúruhamfaranna í Grindavík. Matsmenn á vegum NTÍ hafa skoðað nánast allar eignir sem tilkynnt hefur verið um tjón á, en ekki hefur náðst í eigendur örfárra eigna sem af þeim sökum eru enn óskoðaðar.

Grindavik yfirlit

Þegar matsmenn hafa lokið við matsgerð er hún kynnt með rafrænum hætti fyrir eigendum. Í kynningarbréfi sem eigendur fá sent samhliða matsgerð veitir NTÍ frest til að koma á framfæri athugasemdum við matið. Athugasemdir hafa borist í um 10% tilvika, en þær geta verið mjög breytilegar. Í sumum tilvikum telja eigendur eitthvað vanta inn í matsgerðina meðan aðrir telja tjónakostnað vanmetinn. Þegar athugsemdir koma fram fer fram önnur skoðun þar sem eigendur fara yfir þau atriði með matsmönnum sem athugsemdir snúa að.

Þessa dagana eru eigendaskipti á fjölmörgum eignum vegna kaupa Þórkötlu á húseignum í Grindavík. Í þeim tilfellum þar sem kaup hafa farið fram færast samskipti NTÍ vegna tjóna frá einstaklingum til fasteignafélagsins Þórkötlu. Mikilvægt er að árétta að einstaklingar sem selt hafa fasteign sína til Þórkötlu þurfa ekki að hafa lokið viðgerðum á tjónum sem metin hafa verið af NTÍ fyrir söluna. Ef tjónabætur hafa verið greiddar út áður en salan fer fram, þá dregst andvirði tjónabótanna frá söluverði hússins. Í þeim tilvikum sem NTÍ hefur ekki greitt út tjónabætur til seljanda, færist bótaréttur yfir til Þórkötlu.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur