Tjónaskoðun langt komin
11. desember 2023
Borist hafa um 270 tilkynningar um tjón í Grindavík, þar af hafa 65 tilkynningar borist á síðustu 7 dögum. Búið er að skoða 140 tjón og er reiknað með því að um 120 skoðanir fari fram í þessari viku. Þá standa eftir örfá mál þar sem ekki er hægt að skipuleggja skoðun vegna fjarveru eigenda eða annarra ástæðna. Flest tilkynnt tjón snúa að húseignum en tilkynningar vegna innbústjóna eru 28.
Borist hafa um 270 tilkynningar um tjón í Grindavík, þar af hafa 65 tilkynningar borist á síðustu 7 dögum. Búið er að skoða 140 tjón og er reiknað með því að um 120 skoðanir fari fram í þessari viku. Þá standa eftir örfá mál þar sem ekki er hægt að skipuleggja skoðun vegna fjarveru eigenda eða annarra ástæðna. Flest tilkynnt tjón snúa að húseignum en tilkynningar vegna innbústjóna eru 28.
Það er ljóst að úrvinnsla tjónaskoðana mun taka nokkurn tíma þar sem u.þ.b. helmingur þeirra húseigna sem skoðaðar hafa verið eru með tjón á burðarvirki, sem gerir úrvinnsluna tímafrekari en ella. Í hverju tjónamáli þarf að greina viðgerðaraðferðir og meta áætlaðan heildarkostnað viðgerða. Framhald hvers tjónamáls byggir á ákvörðun um byggingarhæfi þeirra lóða sem um ræðir, þar sem almenna reglan er sú að tjónabótum skuli varið til viðgerða, en væntanlega á það ekki við í öllum þeim tjónatilvikum sem um ræðir. Það liggur fyrir að ekki verður hægt að kynna niðurstöðu úr tjónamötum fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót, en mikil áhersla er lögð á að samræma matsaðferðir til að tryggja að sambærileg tjón fái sambærilega niðurstöðu.
Eigendur húseigna sem vitað er að hafa orðið fyrir einhverju tjóni eru hvattir til að tilkynna tjón á eignum sínum sem fyrst á www.nti.is.