Skipulagt tjónamat hafið í Grindavík
28. nóvember 2023
Skipulagt tjónamat hófst í dag í Grindavík og matsmenn á vegum NTÍ eru að störfum
Skipulagt tjónamat hófst í dag í Grindavík. Búið er að boða eigendur um 20 húseigna til móts við matsmenn. Allir matsmenn sem eru á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands eru í merktum gulum vestum og bera skírteini sem staðfesta að þeir séu matsmenn á vegum stofnunarinnar. Búið er að skipuleggja matsstörf út þessa viku og hafa eigendur þeirra húseigna sem stefnt er að því að skoða í vikunni fengið boð um heimsókn frá matsmönnum á tilteknum tíma. Þeir húseigendur sem vita af tjónum á húseignum sínum eða vátryggðu lausafé eru hvattir til að senda inn tjónstilkynningu á www.nti.is.