Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Til upplýsinga fyrir þá sem hyggjast selja húseignir til Þórkötlu

5. apríl 2024

Nokkuð hefur borið á misskilningi varðandi bótaskyld tjón á húseignum sem eigendur hyggjast selja til Þórkötlu. Til þess að skýra málið hefur NTÍ fengið eftirfarandi staðfest:

Þórkatla
  1. Hlutverk þeirra aðila sem fara fyrir hönd Þórkötlu til að skoða þær eignir sem verða keyptar af núverandi eigendum, er að staðfesta að allt fylgifé fasteignarinnar sé á sínum stað og frágangur hennar í samræmi við það sem almennt gerist í fasteignaviðskiptum. Komi í ljós að um tjón sé að ræða á eigninni sem ekki hefur verið tekið með inn í tjónamat hjá NTÍ er um sjálfstætt tjónamál að ræða sem er á milli Þórkötlu sem nýs eiganda og NTÍ sem vátryggjanda hússins. Þórkatla mun EKKI eiga bótakröfu á hendur seljenda vegna slíkra tjóna.

  2. Seljendur þurfa EKKI að hafa lokið viðgerðum á tjónum sem metin hafa verið af NTÍ fyrir söluna, en ef tjónabætur hafa verið greiddar út áður en salan fer fram, þá dregst andvirði tjónabótanna frá söluverði hússins. Ef NTÍ hefur ekki greitt út tjónabætur til seljanda húseignarinnar, færist bótaréttur yfir til Þórkötlu.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur