Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Til Grindvíkinga varðandi tjón á innbúum/lausamunum

23. nóvember 2023

Vegna fjölmargra fyrirspurna frá íbúum í Grindavík, vegna mögulegra flutninga á innbúi þeirra út af svæðinu, vill Náttúruhamfaratrygging Íslands benda Grindvíkingum á, að halda þarf til haga öllum þeim hlutum úr innbúi sem orðið hefur fyrir tjóni í atburðinum.

Forskoðun tjóna

Vegna fjölmargra fyrirspurna frá íbúum í Grindavík, vegna mögulegra flutninga á innbúi þeirra út af svæðinu, vill Náttúruhamfaratrygging Íslands benda Grindvíkingum á, að halda þarf til haga öllum þeim hlutum úr innbúi sem orðið hefur fyrir tjóni í atburðinum. Rétt er að benda á að Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir ekki kröfu um að innbú sé flutt út af svæðinu og eigendur þeirra tapa ekki rétti sínum til tjónabóta ef innbú er skilið eftir í Grindavík og verður fyrir beinu tjóni af völdum tjónsatburðarins.

Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir heldur ekki athugasemdir við að innbú sé flutt út af svæðinu, þó að eitthvað tjón kunni að hafa orðið á því nú þegar, en best er að tilkynna tjón á innbúi/lausafé strax, ef um tjón á því er að ræða og eigendur hyggjast sækja innbú sitt að hluta eða öllu leyti inn á hættusvæðið. Heppilegast er að hlutir sem skemmst hafa séu skildir eftir í húsum í Grindavík, eða halda þeim til haga með öðrum hætti, þannig að þeir verði aðgengilegir til skoðunar fyrir matsmenn þegar til tjónamats kemur. Einnig er æskilegt að Grindvíkingar taki myndir af því innbúi sem skemmst hefur, til að halda til haga staðfestingu á tjóninu. Við viljum ítreka að ekki má farga hlutum sem skemmst hafa, þar sem það kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða tjónabætur vegna þeirra.

Eigin áhætta vátryggðs vegna innbús/lausafjár er kr. 200.000.-

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur