Fara beint í efnið

Svar við fyrirspurn um málefni NTÍ á Alþingi

4. júní 2024

Þann 10. apríl s.l. var lögð fram fyrirspurn á Alþingi til fjármála- og efnahagsráðherra um ástandsskoðun húseigna.

Fyrirspurn á alþingi

Fyrirspurnina er hægt að skoða hér
Óskað var svara við eftirfarandi spurningum:

  • 1. Hvaða verkferlar eru skilgreindir hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands fyrir ástandsskoðun húseigna sem hafa orðið fyrir skemmdum af völdum náttúruhamfara?

  • 2. Hvaða þjálfun í að fylgja þessum verkferlum og menntun hafa þeir sem gera ástandsskoðun fyrir hönd Náttúruhamfaratryggingar Íslands hlotið?

  • 3. Samkvæmt þeim verkferlum sem skilgreindir eru, hvaða upplýsingar eiga að koma fram í ástandsskýrslum?

  • 4. Samkvæmt þeim verkferlum sem skilgreindir eru, hversu margir tjónamatsmenn gera ástandsskoðun á hverri húseign?

  • 5. Samkvæmt þeim verkferlum sem skilgreindir eru, hvernig er kostnaður vegna skemmda metinn?

  • 6. Samkvæmt þeim verkferlum sem skilgreindir eru, eru hæðar- og hallamælingar gerðar í öllum herbergjum húsa eða einungis í hluta þeirra?

  • 7. Samkvæmt þeim verkferlum sem skilgreindir eru, hvernig er sig á botnplötum metið?

  • 8. Samkvæmt þeim verkferlum sem skilgreindir eru, hvernig eru skemmdir á burðarvirki metnar?

Ráðherra lagði fram svar á Alþingi þann 31. maí 2024 og var það birt á vef Alþingis í dag, 4. júní 2024.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur