Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Stjórn NTÍ hefur samþykkt að heimila vátryggingafélögum að stofna nýjar og/eða breyta eldri náttúruhamfaratryggingum eigna á Svartsengissvæðinu.

29. janúar 2026

Heimildin tók gildi 1. janúar 2026 og er veitt með skýrum skriflegum fyrirvara um að NTÍ bæti ekki tjón sem tengist yfirstandandi eða yfirvofandi atburðarás á svæðinu. Tryggingar á grundvelli heimildarinnar skulu að öðru leyti vera í samræmi við gildandi lög og reglur."

NTÍ heimilar nýjar og breyttar náttúruhamfaratryggingar á Svartsengissvæðinu með skýrum fyrirvara

Stjórn NTÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember s.l. að veita vátryggingafélögum heimild til að stofna nýjar náttúruhamfaratryggingar og/eða breyta eldri tryggingum eigna á Svartsengissvæðinu, þrátt fyrir yfirstandandi atburði á svæðinu.

Heimildin tók gildi 1. janúar 2026.

Heimildin er veitt með þeim skýra og skriflega fyrirvara að tryggingarvernd og bótaskylda NTÍ nái ekki til tjóna sem rekja má til þeirrar atburðarásar/vátryggingaratburðar sem nú er hafinn eða talinn yfirvofandi á svæðinu, þar með talið tjóns sem kann að verða af beinum eða óbeinum afleiðingum hans.

Tryggingar sem veittar verða á grundvelli heimildarinnar skulu að öðru leyti vera í samræmi við gildandi lög og reglur NTÍ. Heimildin hefur ekki áhrif á fjárhæð iðgjalda sem greiðast til NTÍ.

Sérstök áritun verður á skírteinum vegna þessa: Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) heimilar vátryggingafélögum að stofna nýjar náttúruhamfaratryggingar og/eða breyta eldri tryggingum eigna á Svartsengissvæðinu þrátt fyrir yfirstandandi atburð á svæðinu, með eftirfarandi skilyrðum:

  1. Tryggingarvernd og bótaskylda NTÍ nær ekki til tjóna, hvorki beinna né óbeinna, né afleiðinga þeirra, sem tengjast yfirstandandi eða yfirvofandi atburðarás á Svartsengissvæðinu sem hófst í nóvember 2023.

  2. Tryggingarvernd og bótaskylda NTÍ bætir aðeins tjón af völdum náttúruhamfara sem falla ótvírætt undir lög nr. 55/1992 og eru ótengd framangreindum atburði.

  3. Þessi heimild hefur ekki áhrif á fjárhæð iðgjalda til NTÍ og felur ekki í sér frávik frá gildandi lögum og reglum NTÍ, þ.m.t. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 770/2023 og 16. gr. laga nr. 55/1992.

NTÍ hefur unnið að framkvæmd samþykktarinnar í samvinnu við vátryggingafélögin og mun jafnframt kynna framkvæmdina og fyrirvarann fyrir viðeigandi aðilum, þar á meðal eftir atvikum eigendum veitu- og hafnarmannvirkja á svæðinu.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur