Fara beint í efnið

Staða tjónamats 19. apríl 2024

19. apríl 2024

Alls hafa borist 498 tilkynningar vegna tjónamála í kjölfar náttúruhamfaranna í Grindavík. Tjónamati er lokið í 370 málum, úrvinnsla matsmanna stendur yfir í 124 málum en fjögur ný mál mál bíða tjónaskoðunar. Af þessum 495 málum eru 432 vegna húseigna, 58 vegna lausafjár og innbús og átta vegna veitukerfa.

Eldgos við Grindavík

Uppgjör þar sem um altjón á húseignum er að ræða eru hafin í 65 málum. Af þeim eru 34 mál vegna íbúarhúsnæðis og nemur heildarbótafjárhæð samtals um 6,6 milljörðum króna. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggur ekki fyrir, en að óbreyttu má búast við að fjöldi þeirra verði á bilinu 70-75 ef ekki verða verulegar breytingar á hamförunum í Grindavík frá því sem nú liggur fyrir.

Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggja nú fyrir í 168 málum og hafa niðurstöður tjónamats verið birtar í flestum þessara mála. Af þeim eru 137 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð nemur samtals 260 milljónum króna. Í 27 málum er um að ræða hlutatjón á innbúum og lausafé þar sem heildarbótafjárhæð er samtals um 86 milljónir króna.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur