Fara beint í efnið

Staða á tjónamati 12. apríl 2024

12. apríl 2024

Alls hafa borist 495 tilkynningar vegna tjónamála í kjölfar náttúruhamfaranna í Grindavík. Tjónamati er lokið í 354 málum, úrvinnsla matsmanna er hafin í 138 málum en 3 ný mál mál bíða tjónaskoðunar. Af þessum 495 málum eru 430 vegna húseigna, 57 vegna lausafjár og innbús og átta vegna veitukerfa.

Grindavík 12 april

Andmæli vegna tjónamats
Af ríflega 300 eigendum sem fengið hafa kynningu á matsgerðum hafa 42 sent inn andmæli þar gerðar hafa verið athugasemdir við fyrirliggjandi tjónamat. Athugasemdir sem, borist hafa eru fyrst og fremst þríþættar: Í fyrsta lagi telja eigendur að ástand á húsum hafi versnað frá því að tjónamat fór fram, en stór hluti tjónaskoðanna fór fram áður en eldgosið í byrjun janúar hófst. Þau eldsumbrot höfðu nokkur áhrif á þær húseignir sem næst standa sprungum. Í öðru lagi að telja eigendur að reiknaðar tjónabætur dugi ekki til að gera við eignirnar. Í þriðja lagi greinir eigendum og matsmönnum á um hvort tjón sé af völdum náttúruhamfara eða af öðrum orsökum, s.s. vegna byggingargalla, raka eða ófullnægjandi frágangs á eigninni.
Þegar andmæli hafa borist vegna tjóna í Grindavík hafa matsmenn verið fengnir til að fara aftur á staðinn til að endurskoða fyrra mat. Af þeim 42 málum þar sem andmæli hafa borist á eftir að fara í tjónamat í sjö tilvikum.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur