Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Í tengslum við tjónamat í Grindavík lét NTÍ framkvæma jarðkönnun við sprungur á alls 47 lóðum.

29. janúar 2026

Niðurstöðurnar skipta máli við mat á því hvort og þá með hvað hætti hægt er að gera við húseignirnar.

Tjónamat í Grindavík að mestu lokið – ítarleg jarðkönnun framkvæmd til að meta hvort hús séu viðgerðarhæf

Tjónamati í Grindavík er nú að mestu lokið, en fáein mál eru enn í vinnslu. Mikilvægur þáttur í rannsókn NTÍ var jarðkönnun, framkvæmd af sérfræðingum í jarð- og jarðverkfræði frá ÍSOR, Verkís og Eflu.

Sérfræðingahópnum var falið að meta hvort tilefni væri til jarðkönnunar við einstakar eignir. Matið byggði á fyrirliggjandi kortlagningu sprungna í Grindavík, sem sömu aðilar höfðu unnið fyrir ríkislögreglustjóra og Grindavíkurbæ. Talin var þörf á jarðkönnun, þar sem grafið var með gröfu að sprungum í bergi og/eða framkvæmd nánari sjónskoðun, á samtals 47 lóðum.

Verkefnið var mjög umfangsmikið og skilaði mikilvægum niðurstöðum um hvaða eignir teljast viðgerðarhæfar og hverjar ekki. Minnisblað með lýsingu á þeim rannsóknum sem fram fóru er aðgengilegt hér.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur