Hvað bætir Náttúruhamfaratrygging Íslands ?
24. nóvember 2023
NTÍ hafa borist nokkrar fyrirspurnir varðandi hvað er bætt og hvað ekki og vill því NTÍ koma eftirfarandi á framfæri.
NTÍ bætir tjón á brunatryggðum húseignum og lausafé. Almennt falla matvæli á heimilum fólks ekki þar undir lögbundna brunatryggingu. Þó verður að skoða skilmála brunatryggingar viðkomandi í hverju tilviki fyrir sig til þess að unnt sé að gefa einhlít svör. Þá bætir NTÍ eingöngu beint tjón af völdum náttúruhamfara, s.s. jarðskjálfta og eldgoss, en ekki afleidd tjón. Meta þarf bótaskyldu NTÍ í hverju tilviki fyrir sig. Mikilvægt er að fólk tilkynni tjón til NTÍ svo unnt sé að meta hvort og að hvaða marki það fæst bætt úr náttúruhamfaratryggingu. Tilkynna þarf öll tjón á www.nti.is til að hægt sé að taka afstöðu til þeirra.