Alþjóðadagur Downs heilkennis 21.mars
21. mars 2023
Í dag er alþjóðadagur Downs heilkennis og í tilefni hans mættu allir starfsmenn NTÍ í ósamstæðum sokkum
Í dag er alþjóðadagur Downs heilkennis og í tilefni hans mættu allir starfsmenn NTÍ í ósamstæðum sokkum til að sýna einstaklingum með Downs stuðning, dagurinn er 21. mars ár hvert og er valinnn vegna þess að 95% þeirra sem eru með Down heilkenni hafa aukaeintak af litningi 21. Þema dagsins í ár er "Með okkur, ekki fyrir okkur."
Heilkennið er nefnt í höfuðið á John Langdon Down, breskum lækni, sem var fyrstur til þess að lýsa heilkenninu árið 1866. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér þetta betur er hægt að gera það hér og finna meiri upplýsingar um Downs.