Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

326 tjón hafa verið tilkynnt í Grindavík

14. desember 2023

Borist hafa um 326 tilkynningar um tjón í Grindavík, þar af hafa um 90 tilkynningar borist á síðustu sjö dögum. Búið er að skoða 251 tjón og er reiknað með því að um 14 skoðanir fari fram á föstudag og mánudag.

Grindavik yfirlitsmynd

Þá standa eftir 61 mál sem verða skoðuð síðar. Flest tilkynnt tjón snúa að húseignum en tilkynningar vegna innbústjóna eru 31.

  • Stefnt er að því að byrja á því að ljúka úrvinnslu á þeim húsum sem eru metin ónýt þannig að hægt sé að gefa sveitarfélaginu upplýsingar um þær eignir. Eigendur þeirra munu fá upplýsingar um niðurstöðu matsmanna strax og hún liggur fyrir þó að ekki verði hægt að ráðast í uppgjör fyrr en sveitarfélagið hefur gefið formlega út sína afstöðu til þess hvort það heimili endurbyggingu á sama stað. Það er reiknað með því að þessar upplýsingar liggi fyrir, fyrir jól.

  • Þegar búið er að ljúka tjónamötum á altjónseignum verður lögð áhersla á að meta eignir sem hafa orðið fyrir mjög miklu tjóni. Þegar listi yfir þær eignir liggur fyrir mun sveitarfélagið verða upplýst til þess að hægt sé að taka afstöðu þess hvort það heimili endurbyggingu á sama stað. Þegar niðurstaða sveitarfélagsins liggur fyrir geta matsmenn lokið við matsgerðir, en niðurstaða þeirra mun byggja á því hvort endurbygging skuli fara fram eða ekki. Gera má ráð fyrir að þessar matsgerðir verði tilbúnar til kynningar seinnipart janúar 2024.

  • Þriðji áfanginn nær yfir eignir sem áætlað er að séu með óverulegar skemmdir. Þegar listi yfir þær eignir liggur fyrir mun sveitarfélagið verða upplýst til þess að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort það heimili viðgerðir á þeim húseignum. Þegar niðurstaða sveitarfélagsins liggur fyrir geta matsmenn lokið við matsgerðir, en niðurstaða þeirra mun byggja á því hvort viðerðir verða heimilar eða ekki. Gera má ráð fyrir að þessar matsgerðir verði tilbúnar til kynningar í febrúar 2024. 

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur