Vöðvaverndardagurinn
27. mars 2025
09:00 til 15:25
Háskólinn í Reykjavík

Opni háskólinn og deildir íþróttafræði og sálfræði Háskólans í Reykjavík standa að Vöðvaverndardeginum í samstarfi við Landspítala. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 27. mars 2025 í Háskólanum í Reykjavík.
Ráðstefnan er fyrir alla þá sem hafa áhuga á vöðvavernd, næringu og aukin lífsgæði.
Erlendir og íslenskir fræðimenn á sviðum heilbrigðis- og íþróttavísinda verða með erindi til að opna á samtal milli fagstétta, almennings og íþróttafræðinnar.
Þetta er í annað sinn sem Vöðvaverndardagurinn er haldinn. Dagurinn er tileinkaður forvörnum gegn vöðvarýrnun sem getur haft alvarlegar afleiðingar á efri árum.
Í ár vekjum við athygli á mikilvægi miðlunar réttmætra upplýsinga í nútímasamfélagi. Áhersla verður á vitundarvakningu og vöðvavernd en einstaklingsmiðuð hreyfing er mjög áhrifarík við meðhöndlun á hrörnun, vöðvarýrnun, beinþynningu, fallvörnum og viðhaldi hreyfigetu.
Bæði heilbrigðisstarfsfólk og almenningur hafa takmarkaða vitund um mikilvægi vöðvaverndar en markmið ráðstefnunnar er að styðja almenning og sérfræðinga við að greina á milli réttra upplýsinga og rangfærslna þegar kemur að vöðvavernd.
Fyrirlesarar eru sérfræðingar á sviði öldrunarlækninga, þjálfunar- og heilbrigðisvísinda, næringarfræði, atferlisfræði og menntamála.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna á vef Háskólans í Reykjavík
Fundarstjóri: Rohin Francis
Dagskrá
9:00 - 9:15 Setning: Alma Möller heilbrigðisráðherra setur ráðstefnuna.
9:15 - 9:25 Yfirlit: Rohan Francis fundarstjóri fer yfir dagskránna.
9:25 - 10:15 Keynote - Improving health care professional and public awareness that exercise is medicine - Dawn Skelton
10:15 - 10:35 Health professionals and bias - Dan Jolley
10:35 - 10:50 Kaffihlé (15 min)
10:50-11:30 Expanding the Reach: How One Personal Trainer's Mission to Prevent Sarcopenia Goes Beyond the Clinic - Robert Linkul
11:30 - 12:10 Strength in Movement: Moving towards Exercise Physiology for Chronic Disease Management in Iceland - Michael Inskip
12:10 - 13:00 Hádegishlé (50 min)
13:00 - 13:20 Hvernig fáum við eldra fólk til að taka þátt í þjálfun á sjúkrahúsi og halda áfram eftir útskrift? - Arnar Hafsteinsson
13:20 - 13:40 Er lýðheilsa leiðinleg – eða bara illa markaðsett? - Jóhann Friðrik Friðriksson
13:40 - 14:00 Vísindamiðlun á mannamáli – hvernig föngum við athygli fjölmiðla og almennings - Ásthildur Gunnarsdóttir
14:00 - 14:15 Kaffihlé (10 min)
14:15 - 14:35 Um mikilvægi samvinnu og hvatningar - Hanna Steinunn Steingrímsdóttir
14:35 - 15:20 Pallborðsumræður
15:20 - 15:30 Lokaorð: Rohan Francis
Dagskrálok
