Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Vísindi á vordögum 2024

23. apríl 2024

08:15 til 16:00

Vísindi á vordögum er og verður uppskeruhátíð vísinda á Landspítalanum. Hátíðin hefur verið haldin í árlega síðan 2001 að venju í lok apríl eða byrjun maí. Á hátíðinni er farið yfir árangur af vísindastarfi á Landspítala árinu áður, framúrskarandi vísindamenn spítalans heiðraðir, veittar viðurkenningar og verðlaun auk þess sem styrkir úr Vísindasjóði Landspítala og aðrir styrkir eru afhentir með formlegum hætti.

Vísindi á vordögum 2024 er stórhátíð. Fjöldi innsendra ágripa veggspjalda náði nýjum hæðum 2024 en 73 veggspjöld eru kynnt á hátíðinni og má segja að gangar Barnaspítala Hringsins séu veggfóðraðir með vísindum þetta árið í kringum hátíðina. Með vor í hug og hjarta er litið yfir nýliðið ár í vísindastarfi á Landspítala, borið saman við fyrri ár og spáð í spilin. Framúrskarandi vísindafólk er heiðrað, verðlaun veitt og styrkir formlega afhentir.

Vísindaráð Landspítala ber veg og vanda að dagskrá og skipulagi Vísinda á vordögum.

Vísindastarfsemi

Nánari upplýsingar um Vísindi 2023 í tölum er hægt að skoða á mælaborði (infogram).