Vísindi á vordögum 2023
26. apríl 2023
12:00 til 15:00
Hringsal, Hringbraut
Bæta við í dagatal

Tilgangur Vísinda á vordögum hefur verið að auka sýnileika umfangsmikils vísindastarfs á Landspítala.
Á Vísindum á vordögum 2023 er að venju litið yfir nýliðið ár í vísindastarfi á Landspítala, borið saman við fyrri ár og spáð í spilin. Framúrskarandi vísindafólk er heiðrað, verðlaun veitt og styrkir formlega afhentir.
Nánari upplýsingar um Vísindi 2022 í tölum er hægt að skoða á mælaborði (infogram).
