Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Ráðstefnan Fjölskyldan og barnið 2024

1. nóvember 2024

08:15 til 16:00

Gróska, Bjargargötu 1

Ráðstefnan „Fjölskyldan og barnið“ á vegum kvenna- og barnaþjónustu Landspítala verður haldin í Grósku, 1.nóvember 2024.

"Áföll í víðu samhengi" er þema ráðstefnunnar að þessu sinni og mun dagskrá fyrir hádegi mun taka mið af þessu efni. Eftir hádegi er stefnt að því að vera með stutt erindi og ör- kynningar á veggspjöldum.

Óskað er eftir erindum og veggspjöldum til að kynna á ráðstefnunni.

Frestur til að skila inn erindum er til 10.október. Hægt er að senda stutta lýsingu eða fyrirspurn á netfangið fjolskyldanogbarnid@landspitali.is fyrir 10.október 2024.

Erindi og veggspjöld :

  • mega snúa að vísindum og klínískri starfsemi í kvenna- og barnaþjónustu

  • þurfa ekki að samræmast umfjöllunarefni ráðstefnunnar.

Dagskrá

Fundarstjórar: Michael Clausen og Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir

  • 8:15-8:20 Velkomin Dögg Hauksdóttir framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Landspítala

  • 8:20-8:30 Setning ráðstefnu Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir

  • 8:30-9:05 Áföll - ögurstundir heilsufars einstaklinga og fjölskyldna Unnur Anna Valdimarsdóttir

  • 9:05-9:40 Áfallaeinkenni í kjölfar fæðingar hjá konum á Íslandi Emma Marie Swift

  • 9:40-10:10 Kaffi 10:10-10:45 Að verða fyrir áhrifum af viðfangsefninu Dagbjört Eiríksdóttir

  • 10:44-11:20 Börn og ungmenni á flótta. –Áföll, andleg líðan og aðlögun í nýju landi Paola Cardenas

  • 11:20-11:55 Hvað er áfallastreituröskun og hvernig er best að meðhöndla hana?

  • 11:55-12:40 Hádegismatur

  • 12:40-13:00 Höfundar kynna og svara spurningum um veggspjöld

  • 13.00-15.00 Kynningar

    • Kynningar á innsendum erindum

    • Kynningar frá styrkþegum síðasta árs

    • Styrkveiting úr rannsóknarsjóði Kvenna- og barnaþjónustu

  • 15:00 Ráðstefnuslit

Ráðstefnugjald

Starfsfólk kvenna- og barnaþjónsutu greiða ekki fyrir ráðstefnuna.

  • Almennt: 14.900 kr

  • Nemar: 7.800 kr.

Sendur verður reikningur í heimabanka

Fundargögn

Dagskrá (.pdf)

Samantekt ágripa ráðstefnunnar(.pdf)

Þátttökuviðurkenning fyrir ráðstefnuna (.pdf)