Málþingið Lyf án skaða, 5. október 2023
5. október 2023
08:15 til 16:00
Reykjavík Natura hótel

Málþingið var á vegum átaksverkefnisins „Lyf án skaða“ og var haldið á Reykjavík Natura hótelinu þann 5. október 2023 en þátttaka var einnig aðgengileg á netinu.
Markmið málþingsins var að fylgja eftir vitundarvakningu um lyfjaöryggi landsmanna og opna umræðu á mikilvægi þess að endurskoða reglulega lyfjameðferðir einstaklinga á Íslandi.
Á alþjóðavettvangi hefur þessi vitundarvakning gengið undir enska heitinu „deprescribing“ en skort hefur á íslenska þýðingu þess hugtaks og þeirrar aðferðafræði sem það vísar til.
Fundarstjórar voru Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, Læknadeild HÍ og Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
