Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Málþing og útskrift sérnámslækna

1. nóvember 2024

14:00 til 17:00

Nauthóll, Nauthólsvík

Málþing og útskrift sérnámslækna á Landspítala verður haldið á vegum skrifstofu sérnáms þann 1. nóvember. Málþingið verður haldið á Nauthóli frá klukkan 14 til 17.

Sérnámslæknar sem ljúka fullu sérnámi eru heiðraðir einu sinni á ári og málþing haldið samhliða.

  • Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

  • Boðið verður upp á léttar veitingar að málþingi loknu.

Fundarstjóri er Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, umsjónarsérnámslæknir á Landspítala.

Dagskrá

14:00 til 14:10 Setning málþings.

14:10 til 14:40 Áherslur og framtíðarsýn - Ólafur Baldursson formaður Mats- og hæfisnefndar

14:40 til 15 Reynsla af heilu sérnámi á Íslandi og erlendri námsvist - Þórir Bergsson sérfræðilæknir í bráðalækningum.

15 til 15:15 Kaffihlé

15:15 til 15:45 Kostir miðlægrar fjármögnunar - Gunnar Thorarensen yfirlæknir sérnáms á Landspítala

15:45 til 16:15 Umbætur í sérnámi - Margrét Dís Óskarsdóttir kennslustjóri gæða- og umbótamála sérnámslækna

16:15 til 16:30 Umræður og samantekt

16:30 Útskrift sérnámslækna úr fullu sérnámi - Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala