Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Málþing - Mikilvægi næringar í byltuvörnum

22. september 2025

13:00 til 16:00

Hringsalur, Hringbraut

Á hverju ári verða um 1000 byltur á Landspítalanum og eru byltur algengustu atvikin hjá inniliggjandi sjúklingum. Hætta á byltum er mest hjá einstaklingum 65 ára og eldri, auk sjúklinga 50-64 ára sem metnir eru í byltuhættu vegna undirliggjandi sjúkdóma eða ástands.

Bylta er skilgreind sem atvik þar sem einstaklingur fellur óviljandi niður á gólf, jörð eða annan lágan flöt. Byltur geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og þeim fylgir gríðarlegur kostnaður. Alþjóðlegar rannsóknir sem hafa skoðað áhættuþætti byltna innan sjúkrahúsa hafa leitt í ljós að næringarástand sjúklinga er áhættuþáttur fyrir byltur.

Vorið 2025 var í fyrsta sinn á Íslandi rannsakað hvort tengsl væru milli byltna og áhættu á vannæringu samkvæmt skimun á næringarástandi hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala sem voru 65 ára og eldri. Niðurstöðurnar sýndu að 34% þeirra sem urðu fyrir byltu voru í mikilli áhættu á vannæringu. Einnig kom fram að sjúklingar í mikilli hættu á vannæringu dvöldu lengur á spítalanum og voru síður sjálfbjarga eftir byltuna.

Ítarlegri niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar ásamt fleiri áhugaverðum erindum á málþingi í tilefni af alþjóðlegum degi byltuvarna 22 september.

Dagurinn verður tileinkaður mikilvægi næringar í forvörnum gegn byltum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Málþinginu verður einnig streymt á rafrænum miðlum Landspítala.

Fundarstjóri: Konstantín Shcherbak, sérfræðilæknir á Landspítala

12:45 Salurinn opnar

13:00-13:10 Setning málþings Gæðastaðall byltuvarna, tíðni byltna og áhrifaþættir Bergþóra Baldursdóttir, verkefnastjóri byltuvarna á Landspítala

13:10-13:30 Byltur á legudeildum Landspítala. Tengsl milli áhættu á vannæringu og afdrifa sjúklinga eftir byltur Karen Ruth Hákonardóttir, klínískur næringarfræðingur MS

13:35-14:00 The association between malnutrition, falls and harmful falls Dr. Jack Bell, Senior Dietitian at The Prince Charles Hospital, Brisbane, Australia. Adjunct Professor, Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland

14:00-14:15 Áhættumöt út frá sjónarhóli sjúkraliða - reynslusaga frá smitsjúkdómadeild A7 Sara Isabella Hilmarsdóttir, sjúkraliði

14:15-14:30 Stutt hlé – kaffi

14:30-15:10 Vinnustofa - Raunhæf verkefni um framkvæmd skimunar fyrir næringarástandi

15:10-15:30 Næringarástand sjúklinga - hvert er hlutverk hjúkrunar? Dr. Sigrún Sunna Skúladóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ

15:30-15:50 Næringarástand aldraðra sem hljóta mjaðmabrot eftir byltu Kolbrún Kristiansen, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala

15:50-16:00 Lokaorð Áróra Rós Ingadóttir, deildarstjóri Næringarstofu á Landspítala

Dagskrá málþingsins má finna hér.