Líffæragjafir - DCD (Donation after Circulatory Death)
5. mars 2025
09:00 til 16:00
Hringsalur, Landspítali Hringbraut

Fundarstjórar: Sigrún Ásgeirsdóttir og Kristinn Sigvaldason gjörgæslu- og svæfingalæknar
Fyrirlestrarnir eru hluti af fræðslu og þjálfun í tengslum við DCD líffæragjafir á Landspítala
Fyrirlesarar
Pia Löwhagen. Svæfinga- og gjörgæslulæknir, Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Umsjónarlæknir líffæragjafa í Vestra Gautlandi í Svíþjóð (Västra Götalands region, VGR). Talar um lífslokameðferð og DCD út frá sjónarhóli gjörgæslulæknis.
Ingrid Sandgren. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á Varberg sjúkrahúsinu. Umsjónarhjúkrunarfræðingur líffæragjafa í VGR. Fer yfir hlutverk hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild og fleira sem tengist umönnun sjúklings og aðstandenda í DCD ferlinu.
Monica Thomson. Skurðhjúkrunarfræðingur í líffæragjafateymi Sahlgrenska sjúkrahússins. Fer yfir hlutverk skurðhjúkrunarfræðinga og mikilvægi undirbúnings á skurðstofu.
Hádegishlé
Markus Gäbel. Líffæraígræðslu-skurðlæknir. Talar um líffæragjafaferlið frá sjónarhóli skurðlæknisins, fyrir öll líffæri sem notuð eru. Ræðir bæði um Rapid Recovery (fyrir lungu og nýru) og NRP.
Petra Vestlund. Samhæfingarstjóri líffæraígræðsluteymis (koordinator). Ræðir um hlutverk þeirra í heildarferlinu kringum hverja líffæragjöf.
Léttar veitingar í boði.
