Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Líðan barna og unglinga á Íslandi - Heilsan okkar - Fundaröð

28. mars 2025

11:30 til 13:00

Veröld, hús Vigdísar og í streymi

Þriðji fundurinn í fundaröðinni Heilsan okkar

Líðan barna og unglinga hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og því hefur oft verið haldið fram að geðheilsu íslenskra ungmenna fari hrakandi.

Á þessum fundi í fundaröðinni Heilsan okkar verður fjallað um nýjustu kannanir á líðan íslenskra unglinga, skipulag og nýtingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi síðustu misseri, lyfjanotkun og sjálfsvíg, auk þess sem farið verður yfir raunprófaðar forvarnir og foreldrum gefin hagnýt ráð.

Dagskrá:

  • Þórhildur Halldórsdóttir, dósent, Sálfræðideild HR - Andleg heilsa ungmenna fyrir og eftir heimsfaraldur.

  • Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir, Geðheilsumiðstöð barna- Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga á Íslandi í dag, áskoranir og framtíðarsýn.

  • Bertrand Andre Marc Lauth, dósent, Læknadeild HÍ - Geðlyfjanotkun, sjálfsvígshegðun, skólaforðun og aðrir geðheilbrigðisvísar hjá börnum og unglingum.

  • Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ - Geðheilsa barna og unglinga: Árangursríkar forvarnir og hagnýt ráð fyrir foreldra.

Um Heilsuna okkar

Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar er hugsuð sem samtal almennings, fagfólks og fræðafólks um heilsutengd málefni og verða viðburðir öllum opnir og þeim verður einnig streymt beint á netinu hér.

Fundirnir eru samstarfsverkefni HÍ og Landspítala.