Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Heilsan okkar - Meðferð við offitu hjá fullorðnum

30. janúar 2026

Veröld - hús Vigdísar

Fyrsti fundur í fundaröðinni Heilsan okkar 2026 fer fram í Veröld, húsi Vigdísar 30. janúar kl. 11:30 til 13:00

Markmið fundarins er að veita yfirsýn yfir stöðu vísindalegrar þekkingar tengt meðferð offitu hjá fullorðnum á Íslandi

Umsjón og ritstjórn: Jóhanna E. Torfadóttir,lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Fundarstjóri: Ragnar Grímur Bjarnason, læknir og prófessor við Læknadeild

Hlekkur á beint streymi frá fundinum.

Dagskrá

  • Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingurMeðferð offitu í heilsugæslu

  • Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi Meðferð offitu á Reykjalundi

  • Bjarni Geir Viðarsson, sérfræðilæknir í skurðlækningum efra kviðarhols - Efnaskiptaaðgerðir á Íslandi

  • Sólveig Óskarsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju - Þyngdarstjórnunarlyf - ávinningur, áhætta & ábyrg notkun

  • Dögg Guðmundsdóttir, klínískur næringarfræðingurAð byggja um heilbrigt samband við mat í offitumeðferð

  • Guðlaug Ingvadóttir talsmaður einstaklinga sem lifa með offitu. Situr í stjórn SFO og er fulltrúi í sjúklingaráði ECPO - Þegar líffræði, umhverfi og kerfi mætast: líf með offitu

  • Pallborðsumræður í lokin

Heilsan okkar er fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar er varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Þessir mánaðarlegu upplýsingafundir eru öllum opnir og verða á dagskrá síðasta föstudag hvers mánaðar.