Geðdagurinn 9. maí 2025. Frá orðum til athafna. Þróun-nýsköpun-vísindi
9. maí 2025
08:30 til 15:30
Valshöllin Hlíðarenda

Geðþjónusta Landspítala heldur árlega þverfaglega ráðstefnu þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni úr íslenskri geðþjónustu.
Dagskrá Geðdags 2025
8:30-8:45 Opnun
8:45-9 Svefnlyf. Magnús Haraldsson, geðlæknir
9-9:30 Algengi áfalla og áfallastreituröskunar meðal íslenskra kvenna. Edda Björk Þórðardóttir, klínískur sálfræðingur
9:30-10 Betri svefn. Erla Björnsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum
10-10:15 Kaffi
10:15-10:30 Þróun innlagna 13-25 ára ungmenna vegna fíknivanda. Benedikt Burkni Þ. Hjarðar, læknanemi
10:30-10:45 Áföll, þungbær lífsreynsla og vímuefnameðferð: Hvernig er unnið með þessa þætti á dagdeild Teigs í Geðþjónustu Landspítala. Hjördís B. Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði
10:45-11 Rannsókn á notuðum sprautum í Reykjavík. Unnur Elísabet Stefánsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði
11-11:15 Nýmynduð benzódíazepín á íslenskum fíkniefnamarkaði—dæmisaga um ofskömmtun á brómazólam. Adam Erik Bauer, verkefnastjóri á rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.
11:15-11:30 Kynning á öldrunargeðteymi. Guðríður Ringsted, hjúkrunarfræðingur
11:30-11:45 Skimun á þunglyndi og sjálfsvígshugsunum aldraðra á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þórey Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
11:45-12 ADHD er ofgreint hjá Íslendingum. Oddur Ingimarsson, geðlæknir
12-12:40 Hádegismatur
12:40-13 Yfirlitserindi um litíum, ábendingar, þróun og eftirfylgd. Engilbert Sigurðsson, geðlæknir
13-13:15 Velferð starfsfólks legudeilda geðsviðs LSH og krefjandi hegðun sjúklinga. Sólveig Fríða Kjærnested, sérfræðingur í klínískri sálfræði
13:15-13:30 Stuðningur eftir ofbeldi í starfi á geðdeild. Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur
13:30-13:45 Reynsla ráðgjafa á geðsviði LSH af viðbrögðum stjórnenda við obeldisatvikum. Erna Valdís Jónsdóttir, málastjóri í Samfélagsgeðteymi
13:45-14 Áhrif starfsánægju á geðdeildum á starfsfólk og gæði þjónustunnar. Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur
14-14:15 Kaffi
14:15-14:30 Upplifun fólks með geðrof af innlögn á geðdeild. Kerfisbundin fræðileg samantekt og þemanýmyndun. Bryndís Berg, geðhjúkrunarfræðingur
14:30-14:45 DAM-nálgun á deild, samstarfsverkefni 33C og DAM-teymis. Guðrún Edda Hauksdóttir og Sigrún Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingar
14:45-15 Klínískir atferlisfræðingar á geðsviði Landspítalans. Bára Denný Ívarsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir, klínískir atferlisfræðingar
15-15:15 Árangur IPS starfsendurhæfinga á Geðsviði Landspítala. Magnús Haraldsson, geðlæknir
15:15-15:30 Kúnstpása - Skapandi greinar, reynslan af starfinu og framtíðin. Hlynur Jónsson, verkefnastjóri IPS og Kúnstpásu
