Geðdagurinn 3. maí 2024 - Hugum að velferð og grósku
3. maí 2024
08:30 til 15:10
Hilton Nordica, Reykjavík

Árlegur Geðdagur geðþjónustu Landspítala verður haldinn 3. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift dagsins í ár er „Hugum að velferð og grósku“.
Dagskrá:
Tími | Erindi | Flytjandi |
|---|---|---|
8:30 | Setning geðdagsins | Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir |
8:40 | Nýjungar í úrvinnslu áfalla og meðferð áfallastreitu - hvar getum við gert betur? | Berglind Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði |
9:10 | Nýtt verklag í heilbrigðiskerfinu vegna ofbeldis í nánum samböndum | Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri Áfallateymis Landspítala og Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi |
9:30 | Reynslusaga af nýju verklagi vegna ofbeldis í nánum samböndum | Guðný Maja Riba, notandi þjónustu |
9:50 | Kafii | |
10:10 | Meðferðaróskir til notkunar í geðheilbrigðisþjónustu | Ína Rós Jóhannesdóttir, sérnámshjúkrunarfræðingur í klínískri geðhjúkrun |
10:25 | Er hægt að koma fólki með geðrofssjúkdóma á vinnumarkað | Hlynur Jónasson, IPS ráðgjafi |
10:40 | Atferlisvirkjun við þunglyndi í geðhvörfum: tilfelli | Halla Ósk Ólafsdóttir, sálfræðingur |
10:55 | ADHD lyf og geðrof | Halldóra Jónsdóttir, forstöðulækni |
11:10 | Clozapine klíník | Rannveig Þöll Þórsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun |
11:25 | Innleiðing jafningjastuðnings og upplifun starfsfólks | Nína Eck, jafningi |
11:40 | Hádegismatur | |
12:25 | Fjölskylduinngrip hjá DAM-teymi Landspítala og framtíðarsýn. | Gunnhildur Gunnarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri DAM-teymis |
12:40 | Unglingar með óstöðug geðbrigði | Birna Eiríksdóttir, sérnámslæknir í barna og unglingageðlæknginum |
12:55 | Stutt inngrip fyrir fólk sem stundar sjálfsskaða – nýir möguleikar í þjónustu. | Ragnheiður Haralds. Eiríksdóttir Bjarman, sérnámshjúkrunarfræðingur í klínískri geðhjúkrun |
13:10 | Kulnun í starfi: Viðhaldandi þættir | Berglind Stefánsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK |
13:40 | Kaffi | |
14:00 | Á tómstunda- og félagsmálafræði erindi í geðþjónustu? | Anna Valdís Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur og verkefnastjóri Virkniseturs |
14:15 | Geðhjúkrunarfræðilegur stuðningur og fræðsla fyrir aðstandendur fólks sem tekst á við alvarlega eða langvinna geðsjúkdóma (SMI). Umbótaverkefni | Margrét Eiríksdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun |
14:30 | Langvinnur nýrnasjúkdómur í tengslum við notkun litíums á Íslandi. | Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlæknisfræði |
14:45 | Á rauðu ljósi | Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona |
Kostnaður er 10.000 krónur.
