Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

GCP námskeið - Góðir klínískir starfshættir

13. nóvember 2025

08:30 til 15:30

Víðihlíð 4, suðurhúsi, Skaftahlíð 24

Klínískt rannsóknsetur Landspítala og Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði í góðum klínískum starfsháttum (ICH Good Clincal Practice E6(R3) - GCP).

Námskeiðið er ætlað starfsfólki og nemum á Landspítala og í Háskóla Íslands sem koma að vísindarannsóknum á mönnum. ICH-GCP er alþjóðlegur gæðastaðall sem segir til um framkvæmd lyfjarannsókna en má yfirfæra á allar klínískar rannsóknir á mönnum.

Leiðbeiningarnar hafa verið uppfærðar (útg. 3) og hentar námskeiðið bæði þeim sem þurfa að uppfæra fyrri þjálfun í samræmi við nýju leiðbeiningarnar, sem og þeim sem ekki hafa fengið þjálfun áður.

Landspítali, sem ábyrgðaraðili námskeiðsins, er aðili að TransCelerate GCP Mutual Recognition Program sem felur í sér að námskeiðið uppfyllir ákveðnar kröfur og er þjálfunin viðurkennd af helstu bakhjörlum. Þátttakendur sem ljúka námskeiðinu fá staðfestingu á þátttöku.

Nánari upplýsingar veitir Halla Sigrún Arnardóttir, verkefnastjóri á KRS, hallarn@landspitali.is, s. 8255011.

Skráning á netfangið hallarn@landspitali.is