Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fræðsludagur minnismóttökunnar | Heilabilun – ekki bara Alzheimer!

10. september 2025

13:00 til 16:00

fyrirlestrasal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8,,

101 Reykjavík

Námskeiðið er haldið í fyrirlestrasal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík miðvikudaginn 10. september 2025 kl. 13.00 til 16.00. Einnig er hægt að kaupa aðgang að streymi.

Fundarstjóri: Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Alzheimer samtakanna.

Dagskrá

12:45 Skráning

13.05 Sjúkdómar sem valda heilabilun. Hugræn einkenni og taugasálfræðimat á hugrænum einkennum.
Helga Eyjólfsdóttir, yfirlæknir minnismóttöku og Nína Sigrún Kristjánsdóttir, taugasálfræðingur, minnismóttöku.

14:15 Kaffihlé

14:35 Heilabilun og áfengisneysla Eyþór Jónsson, læknir öldrunardeildum Landspítala.

15:15 Heilabilun, hjúkrun, umönnun virkni Gunnhildur María Kildelund, deildarstjóri heilabilunardeildar Landakoti og Hjördís Halldóra Sigurðardóttir, forstöðumaður hjúkrunar í Hlíðarbæ.

15:45 Fyrirspurnir og umræður

Skráning fer fram í tölvupósti: heilabilunardagur@landspitali.is, og skal þar koma fram: Nafn og kennitala þátttakanda, hvort sótt er um streymi eða mætt er á staðinn (greitt á staðnum).

Ef ósk er um aðgang að streymi er millifært á reikning: 0513-26-95384, kt. 500300-2130 og vinsamlegast sendið kvittun á sama netfang. Ef vinnustaður greiðir fyrir starfsmann þarf einnig að koma fram nafn og kennitala viðkomandi stofnunar og hver er ábyrgur fyrir greiðslu.

Gjafapoki frá styrktaraðilum fyrir þá sem mæta á staðinn, meðan birgðir endast.

Lokadagur skráningar er 8. september 2025

Þátttökugjald er kr 6.000 staðgreitt

Hægt er að greiða með korti á staðnum